top of page
meeting-booths.jpg

Næðisrými sem sameina
hönnun og verð 

Opnunartilboð

Soundbox á Íslandi
af fyrstu 30 klefunum!

Fyrir skrifstofuna

*Öll verð eru með vsk inniföldum

SR-S-F1.png

BOX S

Fyrir 1

1.842.200 kr.
1.109.800 kr.

SR-M-F3.png

BOX M

Fyrir 2

2.130.400 kr.
1.283.400 kr.

SR-L-F6.png

BOX L

Fyrir 4

2.749.450 kr.
1.656.300 kr.

SR-XL-F7.png

BOX XL

Fyrir 6+

3.579.000 kr.
2.156.200 kr.

Okkar þjónusta

Við bjóðum upp á hágæða næðis- og fundarklefa frá Soundbox, hannaða fyrir nútíma vinnurými þar sem hljóðvist og falleg hönnun skiptir máli. Hver klefi er pantaður og framleiddur eftir þínum þörfum – þannig tryggjum við fullkomin gæði í hverju smáatriði.

Kaupferlið

  1. Veldu klefa – Finndu stærð og útfærslu sem hentar þínu rými.

  2. Fáðu tilboð – Við staðfestum verð og afhendingartíma með þér.

  3. Forpöntun staðfest – Framleiðsla hefst þegar við höfum náð tilteknum fjölda pantana. 

  4. Afhending og uppsetning – Klefarnir eru afhentir og tilbúnir til notkunar á 3–4 mánuðum. Uppsetning er ekki innifalin í verði. 

Modular-Phone-Booth-3.jpg

Einföld uppsetning – án fyrirhafnar

Soundbox klefarnir eru hannaðir með einfaldleika í huga.

Hver eining kemur vel merkt og tilbúin til samsetningar – líkt og vandað húsgagn sem þú setur saman á nokkrum klukkustundum.


Þú þarft engin sérverkfæri, engar framkvæmdir og engar tæknilegar stillingar – aðeins venjulegan rafmagnstengil. Þegar klefinn er settur saman er hann fullbúinn með loftræstingu, lýsingu og hljóðeinangrun sem skapar fullkomið næði.

speed install giff.gif

Aukin þjónusta – við sjáum um uppsetninguna

Fyrir þá sem vilja hafa ferlið alveg hnökralaust bjóðum við upp á faglega afhendingu og uppsetningu.

Við sjáum þá um að koma klefanum á sinn stað, setja hann saman og ganga úr skugga um að loftræsting, lýsing og rafmagn virki fullkomlega.

Þannig færðu klefann afhentan tilbúinn til notkunar – án þess að þurfa að lyfta litla fingri.

þrír klefar.jpg

Soundbox bíður uppá mikið úrval af litum og útgáfum á öllum sínum næðisrýmum.  Síðan okkar er enn í vinnslu en hægt er að panta allar gerðir hjá okkur. Getum sent frekari upplýsingar í tölvupósti.

​Úrvalið

20251006_223012.jpg

Ný kynslóð næðisrýma fyrir heimilið

Stílhrein hönnun sem fellur inn í heimilið og skapar rólegt vinnurými þegar þú þarft á því að halda.

Office-Pods-For-Home-5.jpg

Um okkur

Afhverju Soundbox?

Á bakvið Soundbox á Íslandi standa stofnendur Skjálausna ehf., leiðandi aðila á sviði innandyra auglýsinga og upplýsingalausna. Starf okkar hefur ávallt snúist um að bæta umhverfi fólks – hvort sem það er með skjáum, upplýsingum eða núna með rýmum sem skapa vinnufrið.

Þegar okkur sjálfum vantaði hljóðeinangrað næðisrými fyrir skrifstofuna fórum við að leita að lausn sem væri bæði falleg, hagnýt og í hóflegu verði. Á íslenskum markaði fundum við lítið sem stóðst þær væntingar – þar til við kynntumst Soundbox. Við pöntuðum einn klefa, settum hann upp og urðum strax sannfærð.

Klefinn hefur verið ómissandi hluti af okkar vinnurými síðan – notaður daglega fyrir símtöl, fundi og einbeitingu. Eftir fjölda fyrirspurna frá samstarfsaðilum og viðskiptavinum ákváðum við að taka næsta skref og kynna Soundbox formlega á Íslandi.

Markmið okkar er skýrt: að gera íslenskum fyrirtækjum og heimilum kleift að bæta hljóðvist og vellíðan með lausn sem sameinar fallega hönnun, frábær gæði og sanngjarnt verð.

Það kostar ekkert að skoða

Eins og staðan er núna erum við að safna í pöntun svo það væri gaman að heyra frá þér. Hvernig klefa ert þú að skoða fyrir þitt fyrirtæki/heimili? Erum með gríðarlega mikið úrval af týpum og litum í boði. 

Einnig hægt að senda okkur póst á skjalausnir@skjalausnir.is eða ná í okkur í síma 780-1565

Hafa Samband

Soundbox-logo.png

skjalausnir@skjalausnir.is - 7801565 - Skjáfélagið ehf. kt. 520525-01780 

bottom of page